Erigeron alpinus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
alpinus
Íslenskt nafn
Alpakobbi
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lillalitur /gulur hvirfill.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
0,3-0,35m
Vaxtarlag
Skammlífur fjölæringur. Blómstönglar allt að 35 sm, uppsveigðir eða uppréttir.
Lýsing
Lauf heilrend, mjóoddbaugótt, oftast breiðust ofan miðju, stilkuð, hrokkinhærð bæði ofan og neðan, randhærð. Reifablöðin eru dúnhærð. Blóm þrennskonar, kvenkyns tungukrýnd blóm, tvíkynja pípukrýnd hvirfilblóm 5-flipótt og milli þeirra kvenblóm með þráðlaga fliplausar krónur. Tungublóm lillalit. Hvirfilblóm gul. Svifkrans rauðmengaður.Blómgast síðsumars.
Uppruni
Fjöll í S & M Evrópu.
Harka
H3
Heimildir
2
Fjölgun
skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölær beð.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis. Mjög breytileg tegund í heimkynnum sínum skv. European Garden Flora.