Erigeron caucasicus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
caucasicus
Íslenskt nafn
Kákasuskobbi
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvít-lilla.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt allt að 40 sm há, langhærð, stöku sinnum kirtilhærð. Stöngullinn greinalaus eða greinóttur efst, laufóttur. Grunnlaufin allt að 25 ×1,5 sm öfuglensulaa eða spaðalaga, ydd eða snubbótt, heilrend. Stöngullauf styttri, lensulaga eða egglaga.
Lýsing
Karfan allt að 3,5 sm í þvermál, stök eða nokkrar í hálfsveip. Reifablöð græn- eða purpuramenguð, stöku sinnum kirtilhærð, band-lensulaga, langydd. Geislablóm mörg, hvít-lilla. Aldin/hnotin um 3 mm, biðan allt að 5 mm.
Uppruni
Tyrkland til Írans.
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur lifað í 4 ár.