Erigeron compositus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
compositus
Íslenskt nafn
Þvælukobbi
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur / gulur hvirfill.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Langlífur fjölæringur, sem vex upp að grófum jarðstöngli. Blómstönglar næstum lauflausir, allt að 25 sm háir en oft lægri.
Lýsing
Flest laufin eru grunnlauf, stilklöng, ljósgræn, kirtilhærð, oftast tvisvar þrískipt í mjóa striklaga flipa. Körfur eru stakar, meðalstórar eða 3-4 sm í þvermál. Hvirfillinn 8-20 mm í þvermál, reifablöð purpuralit í endann. Tungur 20-60, hvítar, bleikar eða bláar, allt að 1,2 sm × 2 mm. Svifkrans einfaldur úr 12-20 þornhárum. Aldin 2-tauga, hærð.
Uppruni
Alaska, N Ameríka, Grænland, Labrador.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, til afskurðar.
Reynsla
Harðgerður með afbrigðum, en fágætur, þó í ræktun í grasagarðinum og hjá áhugafólki, töluvert breytilegur í útliti. Hefur þroskað fræ í Lystigarðinum af og til. Hefur reynst skammlífur í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Erigeron compositus v. glabratus Macoun. Lauf 2-3 þrískipt, flipótt, bandlaga-aflöng. NV N-Ameríka. Erigeron compositus v. discoideus A. Gra.y Lauf 1-þrískipt. 'Albus' er með hvít blóm. (Z5 RHS)'Rocky' Finnst ekki í bókum.