Erigeron elegantulus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
elegantulus
Íslenskt nafn
Þokkakobbi*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærfjólublár/gulur hvirfill.
Blómgunartími
Síðsumars-haust.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 20 sm, blómstönglar lítið eitt stinnhærðir, dálítið gljáandi neðst.
Lýsing
Lauf allt að 6 × 0,1 sm, aðallega í grunnhvirfingu, mjó-bandlaga, breiðari neðst, ögn stinnhærð. Körfur stakar, blómstæði allt að 11 mm í þvermál, reifar allt að 5 mm háar, reifablöð stinnhærð, dálítið límkennd, þau ytri styttri en þau innri og mjó. Tungublóm 15-20, skærfjólublá. Gulur hvirfill. Svifkrans úr þornhárum. Blómgast síðsumars.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er en er bráðfallegur og lofar góðu. Í uppeldi 2005, ekki lengur á lífi 2013.