Erigeron nanus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
nanus
Íslenskt nafn
Dvergakobbi*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, ljósfjólublár/gulur-gulrauður hvirfill.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur, allt að 10 sm á hæð. Blómstönglar með útstæð blöð.
Lýsing
Lauf 4 × 0,2 sm í þýfðri grunnþyrpingu, band-öfuglensulaga, stutthærð til hárlaus, randhærð neðst. Körfur stakar, allt að 13 mm í þvermál, reifar 8 mm, reifablöð misstór, oft purpuramenguð. Tungukrýndu blómin allmörg, fjólublá eða purpura. Svifkrans úr hvítum þornhárum.
Uppruni
VM N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005, lifir 2014.
Útbreiðsla
Vex í allt að 2000-3200 m h.y.s. í heimkynnum sínum og ætti að geta þrifist vel hérlendis.