Erigeron neglectus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
neglectus
Íslenskt nafn
Hrjósturkobbi*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósfjólublár/gulur hvirfill.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem minnir á jakobsfífil (E. borealis) en blómstönglar eru stinnari og grunnlauf randhærð.
Lýsing
Laufin óskipt og stakstæð, lensulaga og heilrend. Blómkarfan stök, tungukrýndu blómin bleik. Fræið hneta.
Uppruni
Alpafjöll, Karpatafjöll
Heimildir
14, en.hortipedia.com/wiki/Erigeron-neglectus: The Ill. FLORA of Britain and Northern Europe (1989).
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005. Þroskaði fræ ´01
Útbreiðsla
Náttúrulegir vaxtarstaðir eru í grýttum, malarbornum jarðvegi í 188-2600 m h.y.s.