Erigeron pulchellus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
pulchellus
Íslenskt nafn
Skrautkobbi
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölfjólublár- fölbleikur - næstum hvítur / gulur hvirfill
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Tvíær eða skammlífur fjölæringur, sem myndar langar, grannar jarðrenglur. Blómstönglar allt að 60 sm, hærðir, hárin löng og útstæð.
Lýsing
Grunnlauf öfuglensulaga til næstum kringlótt, stilkstutt, hærð, grunntennt eða næstum heilrend. Stöngullaufin lensulaga til egglaga. Körfur 1-4 saman, reifar hærðar með löng flöt hár og líka límkennd kirtilhár, reifablöðin langydd, purpuralit við oddinn. Körfur 1,2-2 sm í þvermál, hvirfilblóm 4 mm eða meira. Tungur 6-10 × 1-2 mm, fölfjólubláleitar eða fölbleikar. Svifkrans einfaldur, úr 30-35 þornhárum. Aldin hárlaus.
Uppruni
A N Ameríka - Kanada.
Harka
H2
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, fjölæringabeð.
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005, enn lifandi 2014.
Útbreiðsla
Vex á hæðum og bökkum í sínum náttúrulegu heimkynnum (Flora N-Ameriku & Kanada).