Erigeron pumilus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
pumilus
Íslenskt nafn
Ljósakobbi*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur (ljósfjólublár) / gulur hvirfill.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 50 sm hár. Blómstönglar oftast með lauf, hærðir, hárin útstæð, stöku sinnum með fíngerð kirtilhár.
Lýsing
Lauf allt að 8 × 0,8 sm, öfuglensulaga til band-öfuglensulaga, loðin, grunnlauf mynda brúsk, miðlauf og efri lauf eru fjölmörg, sjaldan engin. Karfan ein eða nokkrar saman, blómbotn allt að 1,5 sm í þvermál. Reifar allt að 7 mm. Neðri reifablöðn/stoðblöðin með útstæða loðnu, misstór, langydd til niðurmjó, miðrif brúnt, tungublóm mörg til fjölmörg, hvít, stöku sinnum bleik til blá. Innri röð í svifhárakransi þornhár, sú ytri þornhár eða hreistur.
Uppruni
M N-Ameríka.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005, enn á lífi 2014.
Yrki og undirteg.
Erigeron pumilus ssp. concinnoides Cronq.Körfur allmargar, tungublóm oftast bleik eða blá. Innri röð á svifhárakransi þornhár, sú ytri hreistur. V Bandaríkin (Z4 RHS)Þroskaði fræ 2000.