Eryngium alpinum

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Alpasveipþyrnir
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Stálblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-80 sm (-100 sm)
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 80 sm hár. Þéttar blaðhvirfingar, blómstilkar langir, blöðóttir
Lýsing
Neðstu blöðin langstilkuð, 8-15 sm, öfugegglaga til þríhyrnd til hjartalaga, þyrnitennt, mjúk, blómleggir lengri en blaðkan. Efri lauf bogadregin djúphandflipótt, blá menguð. Reifablöð 25 eða fleiri allt að 6 sm fjaðurskipt mjúk, þyrnótt. Blómkollur allt að 4 x 2 sm, sívalur-egglaga (hattlaga). Smáreifablöð (smáreifar) 3 tennt. Blóm stálblá eða hvít. Aldin með þéttar himnuagnir. Aðalskraut plantnanna eru reifablöðin sem eru í hvirfingu undir blómkollinum.
Uppruni
Alpa- og Júrafjöll, fjöll Júgóslavíu
Harka
5?, H3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Græðlingar að hausti, rótargræðlingar (djúpstæðar rætur), sáning að hausti, þroskar fræ hérlendis í góðum árum.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Góð til afskurðar, skiptið plöntunni sjaldan, en hún nær sér þó á 2-3 árum eftir skiptingu, þarf uppbindingu síðsumars, vinsæl garðplanta.
Yrki og undirteg.
Yrki t.d.'Amethyst' með fínskiptari lauf. Blómkollar smáir, dökkfjólubláir.'Blue Star' nýlegt yrki með djúp bláa blómskipun. 'Holden Blue' kröftug planta, blómkollar stórir, bláir. 'Opal' krónublöð, silfurlilla - silfurgrá. 'Superbum' allt að 60 sm há jurt, lauf blá menguð, blómin stór, dökkblá.