Eryngium alpinum

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
alpinum
Yrki form
'Superbum'
Íslenskt nafn
Alpasveipþyrnir
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkblár.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há. Þéttar blaðhvirfingar, blómstilkar langir, blöðóttir.
Lýsing
Neðstu blöðin langstilkuð, 8-15 sm, öfugegglaga til þríhyrnd til hjartalaga, þyrnitennt, mjúk, blómleggir lengri en blaðkan. Efri lauf bogadregin djúphandflipótt, blá menguð. Reifablöð 25 eða fleiri allt að 6 sm fjaðurskipt mjúk, þyrnótt. Blómkollur allt að 4 x 2 sm, sívalur-egglaga (hattlaga). Smáreifablöð (smáreifar) 3 tennt. Blóm stálblá eða hvít. Aldin með þéttar himnuagnir. Aðalskraut plantnanna eru reifablöðin sem eru í hvirfingu undir blómkollinum.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Græðlingar að hausti, rótargræðlingar (djúpstæðar rætur).
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í skrautblómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Hefur staðið sig vel í Lystigarðinum. (B4-C14 921503).
Yrki og undirteg.
'Superbum' allt að 60 sm há jurt, lauf blá menguð, blómin stór, dökkblá.