Eryngium amethystinum

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
amethystinum
Íslenskt nafn
Blásveipþyrnir
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Silfur- ametystblár.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Upprétt fjölær jurt allt að 70 sm há.
Lýsing
Grunnlauf allt að 15 sm að lengd, öfugegglaga, langæ. Efri stöngullauf handskipt en neðar eru þau fjaðurskipt, leðurkennd. Flipar 2- eða 3 - fjarðurskiptir, endaflipar band-lensulaga, þyrnóttir. Blaðstilkur jafn langur blöðkunni með breiða vængi. Reifablöð 5- 9 allt að, 5 sm, bandlensulaga með 1-4 pör af þyrnum. Blómkollar allt að 2 sm í þvermál, fjölmargir á silfurbláum stönglum, kúlulaga til egglaga. Smáreifablöð heilrend eða með 3 tennur. Bikartennur 1,5-2,5 mm. Krónan ametystblá. Aldin með dálítið af himnuögnum.
Uppruni
Ítalia, Sikiley, Balkanskagi .
Harka
H5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, rótargræðlingar (skipting).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Lítt reynd, er í uppeldi í Lystigarðinum árið 2005, þrífst vel 2016.