Eryngium caucasicum

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
caucasicum
Íslenskt nafn
Hlíðasveipþyrnir
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Samheiti
E. biebersteinianum Nevski
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Grannvaxin, fjölær jurt, 40-60 sm há.
Lýsing
Grunnlauf 2-6 sm, ekki langæ, hjartalaga til egglaga eða 3-flipótt, flipar þyrnitenntir, aflangir. Langir blaðstilkar. Stöngullauf, handskipt með þyrnitennta flipa, stilklaus. Flipar allt að 4 sm. Reifablöð 4-6, 3-4 sm, þyrnótt. Blómkollar allmargir, um það bil 1 sm í þvermál, næstum kúlulaga. Smáreifablöð allaga, þau ystu tennt. Krónublöð um það bil 2 mm, blá. Aldin um það bil 5 mm, með himnuagnir.
Uppruni
USSR, N & NV Íran.
Harka
4, H1
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sánining, sumargræðlingar, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Lítt reynd, í G01 frá 2004 en ætti að vera þokkalega hargerður.