Eryngium glaciale

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
glaciale
Íslenskt nafn
Jöklaþyrnir
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bláleitur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
5-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær, smávaxin og smáblöðótt fjallajurt, 5-20 sm há.
Lýsing
Grunnlauf 3-5 sm, langæ, djúp 3-flipótt, flipar lensulaga-langyddir, þyrnitennt. Blaðstilkar með þyrnótta vængi ofantil, oftast styttri en blaðkan neðantil. Blómskipun blá. Körfur 3, kúlulaga, 1-1,5 sm í þvermál. Reifablöð 7-8, mjó, þyrniydd með 1 eða 2 pör af hliðarþyrnum, allt að 5 sm. Smáreifablöð með 3 tennur. Blómin blá. Aldin um ekki með himnuagnir.
Uppruni
S Spánn (Sierra Nevada) í yfir 2500m
Harka
7, H3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Græðlingar að hausti, rótargræðlingar, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
í steinhæðir, í skrautblómabeð (í góðu skjóli).
Reynsla
Skiptið plöntunni sjaldan, dafnar vel í Lystigarði Akureyrar (í B4 frá 1996). Ágæt í þurrblómaskreytingar.