Eryngium maritimum

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
maritimum
Íslenskt nafn
Marsveipþyrnir
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölblár.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Skærbláleitur, skammlífur fjölæringur allt að 60 sm hár, silfurblár eða blágrár.
Lýsing
Blómstönglar stuttir, dálítið trékenndir neðst, uppréttir og greinóttir við blómgun með smá, legglaus lauf. Lauf allt að 10 sm, næstum kringlótt, stinn-leðurkennd með allt að 5 hvassydda flipa og oft þríhyrndir, sem eru snúnir út úr röðinni. Blaðstilkur jafnlangur blöðkunni. Blómkörfur fjölmargir, um 2,5 sm í þvermál, næstum hnöttóttir. Smáreifablöð egglaga til egglensulaga, allt að 4 sm, lík laufunum, með þrjár þyrnitennur. Blóm fölblá. Aldin með þéttar himnuagnir.
Uppruni
Evrópa, hefur numið land í N-Ameríku.
Harka
H3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, skrautblómabeð.
Reynsla
Skammlíf jurt sem lifir að jafnaði ekki lengur en 2-3 ár (í uppeldi á reit 2005).