Eryngium planum

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
planum
Íslenskt nafn
Flatsveipþyrnir
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpblár.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 75 sm
Vaxtarlag
Plantan er lík alpaþyrni, en með greinóttari blómskipan og mun minni blóm, 60-100 sm.
Lýsing
Grunnlauf dökkgræ 5-10 x 3-6 sm, dálítið leðurkennd, aflöng til öfugegglaga-aflöng, tennur vita fram á við, með hjartalaga grunni. Stilkar vængjalausir jafn langir og blöðku. Stilklaufin blámenguð, handskipt, flipar verða þyrnóttir, stilklaus. Blómkörfur kúlulaga-egglaga, 10-15 mm í þvermál. Reifablöð 6-8, bandlaga, allt að 2-5 sm, þyrnitennt. Smáreifablöð heilrend eða 3-tennt. Bikartennur egg-lensulaga. Blómin djúpblá. Aldin með þéttar himnuagnir.
Uppruni
M & SA. Evrópa, V & M Asía - Kashmír
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Græðlingar að hausti, rótargræðlingar, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Skrautblómabeð, í blómaengi, í steinhæðir.
Reynsla
Hefur lifað góðu lífi í garðinum frá 1989. Góður til afskurðar og í þurrblómaskreytingar, bestur ef hann fær að standa sem lengst í friði.
Yrki og undirteg.
Yrki eru til dæmis:'Azureum' er með himinbláar körfur. 'Blauer Zwerg' (´Blue Dwarf´) er dvergvaxin jurt, 50 sm, sterk bláar blómkörfur. 'Roseum' er með lillableik mengaða blómkörfur. 'Seven Seas' 50 sm há jurt með blásvartar körfur.