Euonymus alatus

Ættkvísl
Euonymus
Nafn
alatus
Íslenskt nafn
Vængjabeinviður
Ætt
Beinviðarætt (Celastraceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Gulgrænn/fölgrænn.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
2-(5) m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, mikið greindur, greinar sívalar, verður 2-(5) m hár og álíka breiður. Þéttvaxinn, greinar grænar, hárlausar, með 4, þunna, breiða, korkkennda, vængi sem liggja langsum.
Lýsing
Lauf milligræn, allt að 2-7 × 1-4 sm, með stuttan legg, egglaga-oddbaugótt, langydd-hvassydd til beggja enda, fín- og snarp-sagtennt, dökkgræn, skær-djúprauð að haustinu. himnukennd, hárlaus neðan. Skúfur með 1 eða fáein blóm, blómskipunarleggir grannir, allt að 2 sm, blómleggir stuttir, blómin 4-deild, um 6 mm í þvermál, gulgræn, bikartennur bogadregnar, krónublöð kringlótt. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og frævuð af skordýrum. Lítil græn aldin koma að sumrinu, eru mjó-öfugegglaga, venjulega 4 flipótt, en oft aðeins með 1-2 flipa allt að 8 mm, rauð-appelsínugul fræin að haustinu, með 1 fræ, fræin umlukin appelsínugulum-skarlatsrauðum frækápum (aril), en aldin þroskast venjulega sjaldan.
Uppruni
NA Asía til M Kína.
Harka
3
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org, http://www.ask.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.Fræ, best er að sá þeim í sólreit strax og þau eru fullþroskuð . Fræ sem hefur verið geymt þarf 8-12 vikur af hlýjumeðferð og 8-16 vikna kuldameðferð (stratification forkæling) á eftir og síðan er hægt að sá því í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær er þeim dreifplantað hverri í sinn pott og ala þær upp í gróðurhúsi að minnsta kosti fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars, eftir að frosthætta er liðin hjá. Sumargræðlingar, 5-8 sm með hæl eru teknir í júlí-ágúst og settir í sólreit. Rætist auðveldlega.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í beð.Vængjabeinviður vekur víða aðdáun vegna áberandi rauðra haustlita, er ágætur skrautrunni eða sem limgerði. Svo að haustlitirnir verði sem fallegastir er ráðlegt að gróðursetja runnann á móti sól í vel framræstan og ögn súran jarðveg. Plöntur í íláti er hægt að gróðursetja á hvaða árstíma sem er, en best er að gera það á vori eftir að ekki er lengur hætta á frosti. Blandið drjúgum hluta af lífrænu efni/moltu saman við moldina.Vökvið runnann reglulega fyrsta sumarið eftir gróðursetningu til að auðvelda honum að mynda sterkt rótarkerfi. Planta sem er búin að koma sér vel fyrir í jarðveginum þolir þurrk vel, en kann að meta vökvun þegar tíð er mjög þurr.Þarf ekki reglulega áburðargjöf, en ef laufin fara að gulna má bera á lyngrósaáburð síðla vors.Sjaldan þarf að snyrta runnann, en lítilsháttar klipping er í lagi af og til. Ef það þarf að klippa runnann mikið er rétt að bíða með það þar til að vetrinum þegar runnin er í dvala.
Reynsla
Í Lystigarðinum hefur þessari tegund verið sáð (2011). Lítt reynd hérlendis enn sem komið er.
Yrki og undirteg.
Til eru mörg smávaxnari yrki og nokkur afbrigði undir nafni vegna skrautgildis þeirra. Compactus er þéttvaxnara en aðaltegundin og hentar í litla garða.Nokkur önnur yrki í ræktun erlendis: 'Monstrosus', 'Nordine', 'October Glory' og fleiri.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Vængjabeinviður (E. alatus) er oft nefndur brennandi runninn. Aldin talin æt, sem og lauf, sem eru notuð í te, einnig notuð sem lækningajurt. Mjög skrautleg og kuldaþolin planta, þolir allt að 25°C.