Euonymus atropurpureus

Ættkvísl
Euonymus
Nafn
atropurpureus
Íslenskt nafn
Sótbeinviður
Ætt
Beinviðarætt (Celastraceae).
Samheiti
Euonymus caroliniensis Marshall. E. latifolius Marshall. E. tristis Salisb.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-2 m (-2,5m)
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta, er fremur skammlíf tegund.
Vaxtarlag
Mjósleginn, uppréttur runni allt að 2,5 m hár.
Lýsing
Lauf allt að 12 sm, egglaga-oddbaugótt, ydd, fíntennt, gul til rauðmenguð að haustinu, hárlaus ofan, fín dúnhærð neðan. Skúfar 7- 15 blóma, blómskipunarleggir allt að 5 sm langir, blómin 4-deild, purpura, allt að 1 sm breið. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin djúp-fjórflipótt, allt að 15 mm breið, rauð, frækápa skarlatsrauð.
Uppruni
A N-Ameríka (Ontarió til Flórída, Montana, Oklahoma og Nebraska.)
Harka
4
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í blönduð beð, í jaðra. Aldin, fræ og börkur eru álitin eitruð. Áhrifin eru niðurgangur, uppsölur, kölduköst, krampaköst, yfirlið og slappleiki. Eitruð í stórum skömmtum. Líka notuð sem lækningaplanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er tegundin ekki til en var sáð 2011.