Euonymus macropterus

Ættkvísl
Euonymus
Nafn
macropterus
Íslenskt nafn
Fiðrildabeinviður*
Ætt
Beinviðarætt (Celastraceae).
Samheiti
Euonymus ussuriensis
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgrænn.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
1-2,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, breiðvaxinn, hárlaus, allt að 2,5 m hár eða hærri, 4 m.
Lýsing
Lauf allt að 9 sm, öfugegglaga eða oddbaugótt, lang-odddregin, fleyglaga við grunninn, fín-sagtennt, dökkgræn, glansandi, laufleggur allt að 8 mm. Skúfur allt að 5 sm langur, blómskipunarleggur allt að 6 sm, blómin fjölmörg, 4-deild, smá, fölgræn. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin með 4 vængi, vængir langyddir, allt að 10 mm, bleikir, frækápa djúprauð.
Uppruni
NA Asía (Japan, Kórea, Mansjúría).
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar, stakstæður. Líklega eitruð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2005.