Euonymus oxyphyllus

Ættkvísl
Euonymus
Nafn
oxyphyllus
Íslenskt nafn
Skarlatsbeinviður*
Ætt
Beinviðarætt (Celastraceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Grænn með brúna slikju.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
1-2,5 m (- 7 m)
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré sem getur orðið allt að 7 m hátt í heimkynnum sínum, hárlaust, greinar sívalar.
Lýsing
Lauf 7 × 3-4 sm, egglaga-aflöng, langydd, fín-sagtennt, tennur með odd sem veit inn á við, mattgræn, með rauða slikju að haustinu, þunn, æðastrengir upphækkaðir á neðra borði. Skúfur strjálblóma allt að 15 sm, blómskipunarleggur grannur. Blómin fleiri en 10, 5-deild, 7 mm í þvermál, græn með brúna slikju. Blómin tvíkynja og eru frævuð af skordýrum. Aldin hnöttótt, með 4-5 rif, allt að 12 mm í þvermál, dökkrauð, fræ skarlatsrauð.
Uppruni
A Asía (Kína, Japan, Kórea).
Harka
Z4
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 2000, önnur var gróðursett í beð 2007, hin er enn í sólreit 2013.Plantan er líklega eitruð. Mjög skrautleg planta, sem þolir frost allt að 25°C. Vex hægt og myndar allstóran runna með aldrinum.