Euonymus planipes

Ættkvísl
Euonymus
Nafn
planipes
Íslenskt nafn
Snældubeinviður*
Ætt
Beinviðarætt (Celastraceae).
Samheiti
E. sachalinensis misappled
Lífsform
Runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Græn-gulur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
2,5 (-3) m
Vaxtarhraði
Fremur hægvaxta.
Vaxtarlag
Sumargrænn runni allt að 5 m hár, líkur E. latifolius en laufin eru gróftenntari.
Lýsing
Laufleggir rákóttir ofan. Aldin meira keilulaga í toppinn, flipar 4-5, mjóir, ekki mjög líkur væng.
Uppruni
Kína, Japan, Kórea, Sakalín.
Heimildir
= 1, https://WWW.rhs.org.uk/Plants/7015/i-Euonymus-planiceps/Details,
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom úr gróðrarstöð 2005 og var gróðursett í beð sama sumar. Flott - tiltölulega ung en kelur ekkert og er bráðfalleg.