Euphorbia cyparissias

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
cyparissias
Íslenskt nafn
Sedrusmjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgræn háblöð.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 40 sm há. Stönglar greinast frá skriðulum jarðstönglum.
Lýsing
Stöngullauf bandlaga, allt að 40 x 3 mm, heilrend, snubbótt. Geislalauf 9-11, bandlaga-aflöng, lauf smágeisla (háblöð) tígullaga til hálfkringlótt, allt að 11 mm, gulgræn, verða lilla til rauðmenguð, kirtlar hálfmánalaga, gulir. Aldin djúp 3-flipótt, allt að 4 mm í þvermál, kjölur kornóttur, fræin egglaga, slétt, grá.
Uppruni
V & M Evrópa
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting. Ath!! Mjólkursafinn mjög eitraður.
Notkun/nytjar
Sem þekjuplanta þar sem hún er skriðul, af sumum talin mjög varasöm í garða, en það er lítið mál að uppræta plöntuna.
Reynsla
Harðgerð jurt.