Euphorbia epithymoides

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
epithymoides
Íslenskt nafn
Gullmjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Samheiti
Euphorbia polychroma A.Kern.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgul háblöð.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem myndar fallegan hvelfdan brúsk, næstum hálfkúlulaga, allt að 60 sm háan.
Lýsing
Stönglar allt að 4, standa þétt ,kröftugir, dúnhærðir. Stöngullauf 55 x 2,75 sm, öfugegglaga til oddbaugótt-aflöng, dökkgræn, stundum með purpura slikju, snubbótt.
Uppruni
M & SA Evrópa, L Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, stöngulgræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í blómaengi, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð jurt, ein fallegasta mjólkurjurtin af þeim sem eru í ræktun. Myndirnar teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Þrífst líka vel á Norðurlandi.