Euphorbia griffithii

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
griffithii
Íslenskt nafn
Roðamjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Koparrauður.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
50-90 sm
Vaxtarlag
Hárlaus fjölær jurt, allt að 90 sm há, jarðstönglar skriðulir.
Lýsing
Lauf stönglar allt að 13 x 2,2 sm, stakstæð, bandlaga til lensulaga, græn, snubbótt, miðrif fölbleikt. Háblöð klukkulaga til 5 mm í þvermál, bleikrauð til appelsínugul, flipar 5, endablómskipunin koparlit til appelsínugul, kirtlar 5, eggleg slétt, leggur boginn. Aldin hálfhnöttótt, slétt, allt að 5 mm, stundum með bleika slikju.
Uppruni
A Himalaja.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Hjá 'Fireglow' er blómskipunin skærrauð.