Euphorbia hyberna

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
hyberna
Íslenskt nafn
Íramjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há, jarðstönglar kröftugir.
Lýsing
Stöngullauf oddbaugótt-aflöng, heilrend, dökkgræn, snubbótt til framjöðruð. Stórsveipir með 5 geisla, háblöð egglaga. Aldin allt að 6 mm í þvermál, vörtótt, vörtur grannar, fræ hálfkúlulaga, bleik-brún.
Uppruni
V Evrópa.
Harka
9
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Háblöðin standa óbreytt vikum saman um blómgunartímann.