Euphorbia seguieriana

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
seguieriana
Íslenskt nafn
Steppumjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða dálítill skuggi.
Blómalitur
Gulgræn háblöð.
Blómgunartími
Blóm á ýmsum tímum.
Hæð
- 50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 50 sm há.
Lýsing
Stönglar í þyrpingu, bláleitir, hárlausir, grunnur trékenndur. Stöngullauf bandlaga til aflöng-bandlaga, allt að 4 sm x 8 mm, heilrend, blágræn, hvassydd. Stórsveipir með allt að 30 geisla, gaffalgreindir til 5-skiptir, háblöð allt að 38, egglaga til bandlensulaga, háblöð smásveipa egglaga til tígullaga, allt að 15 mm, kirtlar egglaga, þverstýfðir. Aldin til 4 mm í þvermál, hárlaus, slétt. Fræ egglaga-sívöl, grá.
Uppruni
M & V Evrópa austur til Síberíu, Kákasus, Pakistan.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sánng, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, myndirnar teknar þar.