Fagus grandifolia

Ættkvísl
Fagus
Nafn
grandifolia
Íslenskt nafn
Ameríkubeyki
Ætt
Beykiætt (Fagaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
4-10 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta - þarf háan sumarhita.
Vaxtarlag
Tré, allt að 10 m hátt og álíka breitt, en getur orðið 35 m hátt í heimkynnum sínum. Sprotar grannir, hárlausir, börkur ljósgrár, brum brún, glansandi.
Lýsing
Lauf 6-15 × 4,7 sm, öfugegglaga til aflöng, blágræn ofan, ljósari neðan, gróf-sagtennt, æðastrengir í 10-15 pörum, enda í tönnum, laufleggur allt að 10 mm. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er hægt að finna á sömu plöntunni). Vindfrævun. Aldin á allt að 3,5 sm löngum blómskipunarlegg, stuttdúnhærðum, reifar stuttdúnhærðar. Hreistur bogin eða bein, hnetur 2, stöku sinnum 3, umluktar hulstri.
Uppruni
A N-Ameríka. Nýja Brúnsvík til Flórída, vestur til Texas og Ontario.
Harka
Z4 og er ekki viðkvæmur fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org, http://www.missouribotanicalgarden.org
Fjölgun
Sáning, yrkjum fjölgað með ágræðslu.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, í limgerði.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum en hefur verið sáð og komist í sólreit en drepist. Sáð aftur 2012.