Fagus sylvatica

Ættkvísl
Fagus
Nafn
sylvatica
Íslenskt nafn
Beyki / Skógarbeyki
Ætt
Beykiætt (Fagaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
3-8 m
Vaxtarhraði
Vex meðalhratt.
Vaxtarlag
Margstofna eða einstofna tré með breiða krónu, allt að 48 m hátt í heimkynnum sínum, börkur sléttur, grár. Brum langydd, rauðbrún. Árssprotar í fyrstu silkihærðir en verða fljótt hárlausir, tvíhliðstæðir eins og brumin.
Lýsing
Lauf 5,5-11 × 3,5-6,5 sm oddbaugótt-egglaga, jaðrar bylgjaðir, bogtenntir, oft með strjálar, smáar tennur, randhærð, æðastrengir í 5-9 pörum, með mjúka dúnhæringu. Laufgrunnur fleyglaga eða bogadreginn, laufin silkihærð framan af, dökkgræn og gljáandi á efra borði en ljósari á neðra borði. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin eru á sömu plöntunni, sambýli). Vindfrævun. Aldin er fjórskipt hulstur með göddum, ljósbrúnt, á allt að 2,5 sm löngum blómskipunarlegg, reifar allt að 2,5 sm eða lengir, hnetur/fræ tvö, þrístrend, 1,2-1,8 sm löng eru í hverju hulstri. Hreistur mjó, með axlablöð. Hnetur 2, útstæðar eða uppréttar, alveg innilokaðar. Gulir - koparrauðir haustlitir.
Uppruni
Evrópa að Bretlandseyjum meðtöldum frá Noregi suður og austur til Spánar, Grikklands, V Rússlands og Krímskaga.
Harka
Z5 og er ekki viðkvæmt fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org, http://www.missouribotanicalgarden.org
Fjölgun
Sáning, yrkjum fjölgað með ágræðslu.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, í limgerði, sem stakstætt tré.
Reynsla
Engin reynsla í Lystigarðinum, en sáð hefur verið til tegundarinnar, en ekki lifað. Nokkur þokkaleg tré eru til á Reykjavíkursvæðinu t.d. í Hellisgerði í Hafnarfirði.Viðurinn er gulur til rauðbleikur, mjög harður og endingargóður, en ekki utandyra, er mest notaður í húsgögn, gólf, í rennismíði o.fl.Góður eldiviður, gefur mikinn hita. - Kreósót er unnið úr viðnum sem og tjara, metanól og ediksýra.Myndirnar eru teknar í Stokkhólmi.
Yrki og undirteg.
Það eru mörg nafntoguð form til, valin vegna skrautgildis. Form með purpuralit lauf þurfa helst að vera í fullri sól, en form með gul lauf helst dálítinn skugga. Fagus sylvatica f. pendula (Loud.) Schelle - verður hátt tré með hangandi greinar. Fagus sylvatica f. purpurea (Ait.) Schneid. - purpurabeyki - með purpuralit blöð. Fagus sylvatica f. laciniata (Pers.) Domin. - djúpflipótt blöð. Fagus sylvatica f. tortuosa (Pépin) Hegi. - með sérkennilega undnar og snúnar greinar.Fleiri yrki eru í ræktun en þeirra ekki getið hér - sum þeirra hafa verið flutt inn af og til af stærri garðplöntustöðvum.