Festuca tenuifolia

Ættkvísl
Festuca
Nafn
tenuifolia
Íslenskt nafn
Þráðvingull
Ætt
Grasaætt (Poaceae).
Samheiti
Festuca filiformis Pourr.
Lífsform
Gras, fjölært.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænn.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30-55 sm
Vaxtarlag
Gras allt að 55 sm, þéttþýfð.
Lýsing
Stönglar/strá oftast snörp ofantil. Lauf allt 0,5 mm í þvermál, 5-7 tauga, strengur 1, slíðrið opið við grunninn. Punturinn lotinn, allt að 8 sm, puntgreinar snarpar, smáöx allt að 6,5 mm, nokkuð græn, stöku sinnum blaðgróin, efri axögn aflöng-lensulaga, allt að 4 x 1 mm, langydd, snörp ofan. Efri blómögn egg-lensulaga, allt að 4,5 x 1,5 mm, snörp ofan eða stöku sinnum dúnhærð á bakinu, stundum broddydd, broddur allt að 0,5 mm, engin týta.
Uppruni
V & M Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í þyrpingar, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgert gras.