Filipendula multijuga

Ættkvísl
Filipendula
Nafn
multijuga
Íslenskt nafn
Fjallamjaðjurt
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær, jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur (yfirleitt).
Blómgunartími
Lok júlí-ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há.
Lýsing
Axlablöðin himnukennd, stundum tennt. Endaflipinn breiður, bogadreginn, allt að 10 sm í þvermál, 5-7 handskipt, næstum hjartalaga við grunninn, tennt. Blóm venjulega bleik að 5 mm í þvermál, í margblóma endastæðum, hárlausum hálfsveipum. Krónublöð egglaga til kringlótt. Frævur 4-5. Aldin aflöng, hárlaus.
Uppruni
Japan.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum.