Stönglar ógreindir eða greinóttir, lóhærðir, rætur ekki með hnýði. Lauf 7-11 flipótt, endableðillinn egglaga-hálfkringlóttur, allt að 8 sm, tennt eða grunnflipótt. Blómin ofkrýnd, rjómahvít, í hálfsveip allt að 25 sm, bikarblöð 2 mm, dúnhærð, krónublöð 5-6, allt að 5 mm, með nögl. Aldin allt að 3 mm, snúin eins og gormur, hárlaus.