Filipendula ulmaria

Ættkvísl
Filipendula
Nafn
ulmaria
Yrki form
'Variegata'
Íslenskt nafn
Mjaðjurt
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
F. ulmaria 'Areo-variegata'
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
70-120 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt allt að 120 sm há.
Lýsing
Stönglar ógreindir eða greinóttir, lóhærðir, rætur ekki með hnýði. Lauf 7-11 flipótt, endableðillinn egglaga-hálfkringlóttur, allt að 8 sm, tennt eða grunnflipótt. Flipar með gula miðrák. Blómin rjómahvít, í hálfsveip allt að 25 sm, bikarblöð 2 mm, dúnhærð, krónublöð 5-6, allt að 5 mm, með nögl. Aldin allt að 3 mm, snúin eins og gormur, hárlaus.
Uppruni
Yrki.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, við tjarnir og læki.
Reynsla
Harðgerð jurt.