Filipendula vulgaris

Ættkvísl
Filipendula
Nafn
vulgaris
Yrki form
'Flore Pleno'
Íslenskt nafn
Brúðarmjaðjurt
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
F. hexapetala Gilib. 'Flore Pleno'
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, purpura neðst.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há.
Lýsing
Stönglar ógreindir, hárlausir, rætur eru með egglaga hnýði. Lauf 17-51 flipótt, smálauf allt að 2 sm, randhærð, fjaðurskipt með mjóar tennur. Blómin ofkrýnd, drúpandi, í skúf allt að 10 sm, oftast 6 til 9 mm, rjómalit. Aldin allt að 4 mm, upprétt, dúnhærð.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð jurt. Þrífst vel í Lystigarðinum. Þolir vel þurrk.