Fragaria

Ættkvísl
Fragaria
Yrki form
'Pink Pagoda'
Höf.
Líklega réttara: ´Pink Panda'
Íslenskt nafn
'Pink Panda'
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðbleikur.
Blómgunartími
Maí-september.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Útbreidd jurt, myndar breiður, skýtur út löngum grönnum rótskeyttum hliðarrenglum.
Lýsing
Laufin samsett, 3-fingruð, dökkgræn, smálaufin oddbaugótt, bogadregin í oddinn, snubbótt við grunninn, laufin 2-3 sm löng.Blómin bleik, koma flest að vorinu, seinna koma lítil ilmandi jarðarber.
Uppruni
Garðauppruni (F. x ananassa x Potentilla palustris).
Harka
5
Heimildir
1, https://plantdatabase. kup.ca/plant.ca/plant/plantDetails/113
Fjölgun
Sáning, hliðarrenglur.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, sem þekjurt, í beð, í breiður, til berjatöku.
Reynsla
Harðgerð jurt - ath. - virðist þrífast vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar teknar þar.