Frasera speciosa

Ættkvísl
Frasera
Nafn
speciosa
Íslenskt nafn
Liljuvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænleitur
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 200 sm há.
Lýsing
Stöngull sterklegur, ógreindur, fín-dúnhærð við grunninn. Lauf allt að 30 sm, öfuglensulaga til öfugegglaga, með 9-13 taugar. Blómskúfurinn allt að 60 sm, mjór, krónan allt að 2,5 sm í þvermál, hvít með græna slikju, með purpura doppur, flipar egglaga með 2 kögraða grunnkirtla, frjóhnappar fölgrænir.
Uppruni
NA Bandaríkin.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Hefur reynst skammlífur í Lystigarðinum.