Fraxinus nigra

Ættkvísl
Fraxinus
Nafn
nigra
Íslenskt nafn
Svartaskur
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Samheiti
F. sambucifolia.
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól. Þrífst ekki í skugga.
Blómalitur
Purpuralitur.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
- 25 m
Vaxtarhraði
Meðal.
Vaxtarlag
Tré sem verður allt að 25 m í heimkynnum sínum. Greinar sverar, sívalar, hárlausar, uppréttar. Náskyldur F. mandshurica, en frábrugðinn honum að því leyti að svartaskurinn er með smá lauf sem eru bogadregin við grunninn og með mjög grunnar tennur á jöðrunum.
Lýsing
Smálauf allt að 11, legglaus, öfuglensulaga, allt að 12 sm löng, smásagtennt, með tennur innsveigðar uppávið, dökkgræn ofan, ljósari neðan, æðastrengur brúnir, dúnhærðir. Blómin eru hvorki með bikar né krónu. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en aðeins annað kynið er að finna á sama trénu, svo það verður að rækta tré af báðum kynjum ef ætlunin er að fá fræ). Vindfrævun. Plantan frjóvgar sig ekki sjálf. Aldinvængur aflangur, snubbóttur, allt að 4 sm langur. Svartaskur lifir í allt að 150 ár, sum trén allt að 250 ár.
Uppruni
NA N-Ameríka - Nýfundnaland til Manitoba, suður til Virginíu og Iowa.
Harka
Z7 er ekki viðkvæmur fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org, http://www.Illinoiswildflowers.info
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í bakkant blandaðra trjá og runnabeða.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 2001, kelur lítið.