Fraxinus pennsylvanica

Ættkvísl
Fraxinus
Nafn
pennsylvanica
Íslenskt nafn
Kvekaraaskur
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Samheiti
F. lanceolata, F. pubescens
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Ljósgrænn til purpuralitur.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
3-8 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Tré, allt að 18(-20) m hátt og álíka breitt í heimkynnum sínum, en mun lægra hérlendis. Börkur sprunginn, brúnn. Ungar greinar sívalar, mattgrænar, dúnhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 25 sm, smálauf allt að 9, lensulaga, mjókka að grunni, lang-odddregin, heilrend eða smásagtennt að oddinum, ólífugræn bæði ofan og neðan, miðrif á kaflægt lauf með legg, laufleggir greyptir, blaðkan 7-15 × 3-5 sm. Blómin eru á gömlum greinum, engin króna, bikar lítill, bjöllulaga. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en aðeins annað kynið er að finna á hverju tré svo að það verður að rækta bæði karlkyns og kvenkyns tré ef ætlunin er að fá fræ. Vindfrævun. Plantan frjóvgar sig ekki sjálf. Aldin breytileg, venjulega spaðalaga-lensulaga, vængur nær frá miðri hnetunni.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org, http://dendro.cnre.vt.edu
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sakstæð tré í vel skýldum görðum. Ræktaður til viðarframleiðslu í M og SA Evrópu þar sem það hefur stundum numið land.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1998 og önnur var gróðursett í beð 2001, hin er enn í sólreit (1913). Lítt reynd enn sem komið er.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja er í ræktun erlendis. svo sem: 'Aucubifolia', 'Bergenson', 'Kindred' sem er upprétt yrki með gljáandi dökkgræn lauf og talið harðgert, 'Patmore', 'Summit', 'Urbanite', 'Variegata' og fleiri.