Fritillaria camschatcensis

Ættkvísl
Fritillaria
Nafn
camschatcensis
Íslenskt nafn
Krummalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Brúnpurpura, nær svört.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
0.35-0.75m
Vaxtarlag
Laukur allt að 2,5 sm í þvermál, úr mörgum, þéttaðlægum hreistrum með marga smálauka við grunninn. Stönglar 15-75 sm.
Lýsing
Lauf mörg, í krönsum neðantil, stakstæð ofantil, 5-7 í kransi, lensulaga. Blóm 1-8, breið-bjöllulaga til skállaga, blómhífarblöð 20-30 mm, ydd, hvert með um 12 gárur á innra borði, purpurabrún til svört, stöku sinnum með græna slikju eða gula, hunangskirtlar mjó-aflangir, frekar ógreinilegir, frjóhnappar festir á miðjunni, stíll 8-10 mm, sléttur, djúp 3-greindur, greinar 6-8 mm, baksveigðar. Fræhýði egglaga, sljóhyrnd, ekki með væng, 1,5-2 sm.
Uppruni
NA Asía til NV Ameríku.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæð, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð planta þrífst vel að minnsta kosti í Grasagarðinum Reykjavík (H.Sig.).