Fritillaria montana

Ættkvísl
Fritillaria
Nafn
montana
Íslenskt nafn
Krákulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukur.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkrauður, purpura.
Blómgunartími
Júní, júlí.
Hæð
15-40 sm
Vaxtarlag
Laukar allt að 2,5 sm í þvermál. Stönglar 15-40 sm.
Lýsing
Lauf 8-20, yfirleitt gagnstæð neðst, hin eru stakstæð eða 3 í kransi, bandlaga. Blómin 1-3, breið-bjöllulaga, stoðblöðin ekki uppundin í toppnum. Blómhlífarblöð 18-26 x 8-12 mm, oddbaugótt, innri blómhlífarblöðin breiðari, alls ekki baksveigð í toppinn, græn, mikið tígulmynstruð, dökkrauð eða purpura með svörtu eða brúnu. Hunangskirtlar 10-15 mm, 5 mm ofan við grunn blómhlífarblað, bandlaga. Stíll 8-10 mm, nöbbóttur, 3-greindur, greinar 2-7 mm. Fræhýði öfugegglaga, ekki með vængi.
Uppruni
S Evrópa (fjöll).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, myndirnar teknar þar.