Galanthus nivalis

Ættkvísl
Galanthus
Nafn
nivalis
Íslenskt nafn
Vetrargosi
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
G. angustifolius Koss.
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Laukur egglag til næstum hnöttóttur 1,5-2,7 × 1-2,4 sm. Lauf bandlaga, flöt í brumlegunni, 9-21 sm × 6-9 mm við blómgun, allt að 30 × 1 sm fullþroskuð, oft snúin (stöku sinnum mjög lítið snúin) bláleit, snubbótt, flöt.
Lýsing
Blómin stök á stöngulendum, drúpandi. Blómleggir 11-18 sm, ytri blómhlífarflipar, kúpuvaxnir, egglaga til mjó-öfugegglaga, 1,8-2,8 sm × 6-10 mm, innri flipar flatir, víkka ekki út í endann, mjó-öfugegglaga, 7-11 × 5 mm, hvert með grænan blett í toppinn. Frjóþræðir 1-2 mm, frjóhnappar 5 mm. Hýði hnöttótt eða því sem næst, 1,4 × 1,2-1,4 sm.
Uppruni
Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 6-8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi.
Reynsla
Þrífst vel, mjög gamlar plöntur eru til í Lystigarðinum. Harðgerð, en vill oft skemmast í vorhretum, ágætir í runnabeð með öðrum smálaukum.
Yrki og undirteg.
Tvær undirtegundir eru oft ræktaðar í görðum erlendis ssp. nivalis. Lauf 9-16 sm við blómgun, flestir hlutar ekki aftursveigðir. ssp. cilicicus (Baker) GottliebTam. (G. cilicicus Baker ) Lauf 16-18 sm við blómgun, aftur sveigð. Reynsla: Þessi undirtegund er ekki í Lystigarðinum.Nokkur yrki í ræktun erlendis en fæst þeirra hérlendis. T.d. má nefna 'Lutescens', 'S. Arnott' og fleiri.Kynblendingar voru stundum undir Galanthus x grandiflorus Bak. hér áður fyrr (G. nivalis x G. plicatus. Yrkin eru almennt séð stærri og gróskumeiri með breiðari laufblöð.