Galanthus plicatus

Ættkvísl
Galanthus
Nafn
plicatus
Íslenskt nafn
Kósakkagosi
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Laukur hnöttóttur eða egglaga, 2,5 sm eða stærri. Laufin breið, breiðust um miðju, 10 x 1 sm þegar blómin koma, allt að 30-2 sm seinna, mattgræn, bláleit um miðja blöðkuna. Jaðrar uppundnir í brumlegunni, halda áfram að vera þannig, ögn bylgjuð ofantil.
Lýsing
Blómstöngull allt að 20 sm, blóm misstór, ytri blómhlífarblöð aflöng, allt að 2,5 sm, innri blómhlífarblöð með grænan blett aðeins efst. Eggleg hálfhnöttótt, grænt, 5 mm í þvermál.
Uppruni
A Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, hliðarlaukar, lagðir í september á 6-8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru ekki til neinar plöntur 2015, en hefur verið sáð.Í meðallagi harðgerð planta.
Yrki og undirteg.
'Warham' er með eplagrænt lauf.