Galega officinalis

Ættkvísl
Galega
Nafn
officinalis
Íslenskt nafn
Læknastrábelgur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
150 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 150 sm háir, hárlaus eða ögn dúnhærð.
Lýsing
Smálauf allt að 5 x 1,5 sm, 4-8 pör, aflöng, oddbaugótt eða lensulaga, broddydd, hárlaus eða ögn dúnhærð neðan, axlablöð allt að 1 sm, hálförlaga, allt að 10 mm. Bikar allt að 0,5 x 0,15 sm, hárlaus eða ögn dúnhærður, tennur jafnlangar bikarpípunni. Krónan hvít til ljósgráfjólublá, fáinn 1 sm, jafnlangur og vængirnir, snubbóttur, vængir 1 sm, aflangir-tvíeyrðir við grunninn. Aldin allt að 5 x 0,3 sm, með útstæð eða upprétt-útstæð hár, fræ 0,3-0,2 sm, nýrlaga, brún, slétt, mött.
Uppruni
M & S Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skifting.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Læknastrábelgurinn hefur lifað mörg ár í Lystigarðinum, þrífst vel.