Galium odoratum

Ættkvísl
Galium
Nafn
odoratum
Íslenskt nafn
Möðrubróðir (Ilmmaðra)
Ætt
Möðruætt (Rubiaceae).
Samheiti
Asperula odorata
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 45 sm. Stönglar 4-hyrndir, uppréttir, dúnhærðir á stöngulliðum, jarðrenglur skríða, greinóttar, hálf-neðanjarðar, þurrkaðir sprota eru með heylykt.
Lýsing
Lauf allt 50 x 14 mm, 6-9 kransar, oddbaugótt til lensulaga eða öfuglensulaga, hvassydd til ydd, jaðrar snarpir og randhærðir til broddóttir, stinnir, hárlaus. Blómin hvít í strjálum, endastæðum sveip-kvíslskúf með blómstöngul. Krónan allt að 7 mm, trektlaga, krónupípan dúnhærð innan, flipar útstæðir, baksveigðir, aflangir, snubbóttir. Aldin allt að 3 mm, broddhærð.blómin lítil í toppum efst á blómstönglum, nær bikarlaus, krónublöð fjögur blöðin lensulaga í mörgum krönsum upp ferkantaða stönglana, heilrend
Uppruni
Evrasía, N Afríka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Þekju, undirgróður, undir tré og runna (svo og milli burkna og víðar).Er algeng skógarbotnsplanta í Evrópu.
Reynsla
Harðgerð planta sem gefur frá sér sætan ilm þegar hún er þurrkuð. Ekkert sérlega eftirsóknarverð garðplanta fremur en gulmaðra (Galium verum) og krossmaðra (Galium boreale,) en þær má auðvitað flytja á klappir eða í blómaengið við sumarbústaðinn.