Gentiana bavarica

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
bavarica
Íslenskt nafn
Bæjaravöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölblár, djúpblár.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
4-15 (-20) sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem myndar breiðu, stönglar uppréttir, 4-20 sm. Blómlausir sprota jarðlægir, blómstrandi stönglar allt að 15 sm háir.
Lýsing
Grunnlauf mynda ekki blaðhvirfingar, eru 1-1,5 x 0,5 sm, gisin og útbreidd, óreglulega öfugegglaga til spaðalaga, neðstu laufin er minnst, gulgræn, legglaus, stöngullaufin eru lík grunnlaufunum, í 3-4 pörum. Blóm stök. Bikar 1-1,6 sm, bjöllulaga, strend, stundum með mjóa vængi á hornunum, flipar stuttir, mjóþríhyrndir. Krónupípan allt að 2,5 sm x 2 sm, flipar 5, útstæðir, djúpbláir. Ginleppar stuttir, sýldir. Frjóhnappar ekki samvaxnir. Aldinhýði legglaus eða með legg.
Uppruni
Evrópa (S Alpafjöll, Karpatafjöll, Apennínafjöll).
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Stutt reynsla. Í E4 frá 1999.
Yrki og undirteg.
ssp. subacaulis Schleich. Lágvaxin planta með næstum kringlótt lauf sem skarast þétt saman eins og tígulsteinn á þaki. Háfjallaform. Köhlein Gentians.