Gentiana cruciata

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
cruciata
Íslenskt nafn
Krossvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Blár eða blápurpura.
Blómgunartími
Júlí-október.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 40 sm hár, myndar blaðhvirfingu. Stönglar vaxa upp úr þéttum blaðhvirfingum.
Lýsing
Grunnlauf egg-lensulaga, allt að 12 x 2 sm, 3-tauga. Stöngullauf mörg, styttri og mjórri. Blóm legglaus, mörg saman á stöngulendanum, stundum einnig í blaðöxlunum. Bikar 0.6, bjöllulaga. Flest blómin með 4 bikarflipa, 4 krónuflipa og 4 fræfla, klofin niður eða ekki, flipar augljósir > 1 mm. Króna blá eða blápurpura, allt að 2,5 sm. Aldinhýði legglaus eða með mjög stuttan legg.
Uppruni
Evrópa til Íran & V Síberíu.
Harka
5
Heimildir
= 1,2, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Gentiana+criciata
Fjölgun
Sáning, skipting í snemma vors, græðlingar af grunnsprotum síðla vors.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í E4-C12 frá 1992, hefur þrifist vel.