Gentiana dahurica

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
dahurica
Íslenskt nafn
Tígulvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blápurpura.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 25 sm hár. Stönglar greindir, uppréttir eða uppsveigðir.
Lýsing
Grunnlauf bandlensulaga eða lensulaga-oddbaugótt, 5-15 sm x 8-14 mm, jaðrar með örsmáar tennur. Stöngullauf band-lensulaga til lensulaga, í 2-3 pörum, styttri og langyddari en grunnlaufin.Flest blóm með legg, í enda- eða axlaskúfum. Bikarpípa venjulega ekki klofin niður á einni hliðinni, 7-10 mm. Bikarflipar mjókka ekki niður að grunni, 3-8 mm, bandlaga, misstórir. Króna 3-4,5 sm, blápurpura, bjöllu- til trektlaga. Ginleppar heilrendir eða með smátennur, ekki sýldir. Aldinhýði legglaus.
Uppruni
N Kína, A Síbería.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Stutt reynsla en ágæt það sem af er. Í E4 frá 2002.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.