Gentiana dschungarica

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
dschungarica
Íslenskt nafn
Síberíuvöndur*
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Samheiti
Gentiana fischeri P.A.Smirnov.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkblár.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölmargir laufóttir stönglar að 30-40 sm. Nauðalík klukkuvendi (G. septemfida) en þéttvaxnari.
Lýsing
Blöðin í pörum, leggstutt eða legglaus, bogstrengjótt, miðtaugin mest áberandi, nokkuð stór, aflöng-egglaga að 12 x 5 sm, heilrend, ydd, þau efri minni eða um 5 sm að lengd. Blóm í þéttum, endastæðum klösum, bjöllulaga, dökkblá, grænblettótt á innra borði, aftursveigðir, yddir krónuflipar
Uppruni
M Asía, Altaifjöll.
Heimildir
= 2, Rock Garden Plant Database
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Fremur sjaldséð tegund í ræktun. Í E4 frá 1996.
Yrki og undirteg.
f. nana er mjög sjaldgæft form, úr Altaifjöllum, þetta form verður aðeins um 15 sm á hæð. Þrífst best í meðalrökum, framræstum jarðvegi í sól.