Gentiana gelida

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
gelida
Íslenskt nafn
Mánavöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Haust.
Hæð
15-30 sm (-40 sm)
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 40 sm hár, stönglar uppsveigðir með allt að 20 liði.
Lýsing
Lauf egglaga til bandlensulaga, allt að 4 x 2,5 sm, jaðrar með örsmáar tennur. Blóm í þyrpingu á stöngulendum og 1 eða 2 saman í öxlum efri laufa. Bikarpípa 1,2 sm, stundum klofin að hluta. Bikarflipar misstórir, þeir lengstu um það bil jafnlangir og pípan. Króna bjöllulaga, 2,5-3 sm, fölgul, krónuflipar 5, breiðegglaga, yddir. Ginleppar heilir eða sýldir. Aldinhýði stilkstutt.
Uppruni
Tyrkland, NV Japan, Kákasus.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæð.
Reynsla
Fremur sjaldséð í ræktun. Í E4 frá 2002, stutt reynsla (ógreind). Vex mest í graslendi í heimkynnum sínum í 2000-3000 m hæð.Hentar í fjölæringabeð eða í steinhæð í rakaheldum, framræstum jarðvegi.