Gentiana pannonica

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
pannonica
Íslenskt nafn
Sígaunavöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura með rauðsvartar doppur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Sígaunavöndur er líkur dröfnuvendi (G. punctata) en stönglarnir eru ekki með málmgljáa. Kröftugur fjölæringur, uppréttir stönglar, allt að 60 sm háir.
Lýsing
Grunnblöðin að 20 x 10 sm, oddbaugótt, með legg, 5-7 strengja. Stöngulblöðin að 10 sm í pörum, samvaxin við grunninn, egglaga til lensulaga. Blóm endastæð og í knippum í efri blaðöxlum, legglaus.Bikarpípa 1,5 sm, bjöllulaga, flipar 5-7, styttri en krónupípan, mislangir, baksveigðir. Króna að 3,5 sm, bjöllulaga, purpurabrún með dekkri dröfnum. Krónuflipar 5-7, egglaga til oddbaugótt ginleppar litlir, snubbóttir. Frjóhnappar samvaxnir. Aldinhýðin leggstutt.
Uppruni
Fjöll í M Evrópu frá Sviss til fyrrum Júgóslavíu.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
í fjölæringabeð, í stórar steinhæðir.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum. Í E4 frá 1992.