Gentiana pneumonanthe

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
pneumonanthe
Íslenskt nafn
Bjölluvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blár eða purpurablár.
Blómgunartími
Síðsumars-haust.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 40 sm, nokkuð breytileg tegund. Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, oftast ógreindir.
Lýsing
Lauf að 3,5 sm, bandlaga, aflöng eða egglensulaga í pörum upp eftir stönglum, legglaus, samvaxin við grunninn, snubbótt eða dálítið ydd, 3-tauga. Blóm 1-3 í blaðöxlum efstu laufa, legglaus eða leggstutt. Bikarpípa allt að 8 mm. Bikarflipar misstórir, band- til bandlensulaga, um það bil jafnlöng pípunni. Króna 4-5 cm, blá eða purpurablá með 5 grænar rákir á ytra borði, pípu-trektlaga, flipar egglaga, yddir. Ginleppar þríhyrndir, heilir. Fræflar samvaxnir. Aldinhýði legglöng, fræ ekki með væng.
Uppruni
Víða í Evrópa, V Asía.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning að hausti, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, í kanta.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum. Í E4-D10 frá 1994.
Yrki og undirteg.
'Alba' Er með hvít blóm.'Styrian Blue' er allt að 45 sm há planta, kröftugri en aðaltegundin. blómin sterk djúpblá. var. depressa Bourg. Stönglar allt að 23 sm, útafliggjandi eða með uppsveigðir. Blómin djúpblá.