Gentiana pumila

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
pumila
Íslenskt nafn
Smávöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Djúpblár.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
7,5 sm
Vaxtarlag
Dvergvaxinn, þýfður fjölæringur. Stönglar allt að 7,5 sm. Lík stuttblaðavendi (G. brachyphylla) en blaðhvirfingalauf band-lensulaga, ydd, jaðrar með vörtutennur.
Lýsing
Grunnlauf allt að 1,5 sm, band-lensulaga, hvassydd, öll næstum jafnstór en stærst við grunninn, stöngullauf 0,7 sm, í pörum, svipuð. Blóm endastæð, stök, bikar 0,8-1,5 sm, pípu-bjöllulaga, kantaður, bikarflipar 0,6-0,7 sm, band-lensulaga, hvassyddir, útbreiddir. Krónan 15-20 mm í þvermál, disklaga, djúpblá, flipar egglensulaga, hvassyddir, framjaðraðir. Ginleppar sýldir, miklu styttri en fliparnir.
Uppruni
Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, græðlingar að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Í E4 frá 1999. Vex í graslendi í sínum náttúrulegu heimkynnum í 1600-2800 m hæð. Þrífst best í kalkríkum jarðvegi sem er meðalrakur að sumri en þurrari að vetri.